top of page
IMG_6110_edited_edited_edited.jpg

Hver er ég?

Ég er drífandi sveitastelpa frá Stokkseyri, fædd 1988. Ég er metnaðarfull, hress, hreinskilin og einlæg.

Stúdentspróf frá Noregi, B.A. gráða í táknmálsfræði með ferðamálafræði sem auka grein frá Háskóla Íslands, grunnstig í einsöngvaranámi frá Söngskóla Reykjavíkur, markþjálfaranám frá Profectus. Núverandi er ég í fjarnámi út á Ítalíu að læra um öndun og áföll. Ásamt því að starfa sjálfstætt sem markþjálfi. Einnig er ég, ásamt eiginmanni mínum Pétri, meðeigandi af humarveitingastaðnum Fjöruborðinu.

Hverju brenn ég fyrir?

  1. Virðingaríku uppeldi, ég er lánsöm að vera móðir hennar Lovísu. 

  2. Fyrir hreinum og heilbrigðum lífstíl.

  3. Að sjá einstaklinga vaxa með aukinni sjálfsþekkingu. Hvað mótaði þig? Hvernig getur þú nýtt þér það til góðs í að skapa þá framtíð sem að þú vilt? 

Hlakka til að heyra frá þér.

Um mig: About Me
bottom of page