top of page
Þjónusta í boði
IMG_6110_edited_edited_edited.jpg

Einkatími í markþjálfun

Markþjálfun er fyrir öll þau sem vilja auka ástríðu, árangur og afköst í lífi sínu. Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að hjálpa þér að finna réttu stefnuna, leiðina og lausnina sjálf/t/ur. Viðfangsefni markþjálfunnar geta m.a. verið persónulegur vöxtur, aukin lífsgæði og/eða betri framistaða. Árangurinn er sá sem þú ákveður að hann sé. Hlutverk markþjálfa er að styðja markþega í að finna kjark til að hrinda hugmyndum í framkvæmd og móta skýra framtíðarsýn. Markþjálfi skapar rými fyrir viðhorfsbreytingar, kemur þér að kjarna málsins með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum.

Markþjálfun hjá Ástu Erlu snýst ekki bara um að koma þér þangað sem þú vilt fara heldur stuðlar þjálfunin einnig að innri vexti sem er grundvöllur þess að geta notið ferðarinnar og árangursins. Ef við höfum ekki ánægju af því sem við sinnum á degi hverjum mun áhugaleysið endurspeglast í útkomunni. Það er ekki alltaf vænlegt til árangurs.

Ásta Erla vinnur eftir skilyrðum og siðareglum ICF (International Coach Federation) sem eru alþjóðleg samtök markþjálfa sem halda utan um fagmennsku markþjálfunar. 

Hvað er í boði:

  • 55 mín

  • Óskipt athygli í markmiðadrifnu samtali sem tekur þig í rétta átt. Hvernig gengur þér að nýta styrkleika þína til að lifa í samræmi við þau gildi sem eru þér mikilvægust?

Verð 12.000 kr.

                                                                           

NBI™ hugsanagreining

NBI™ hugsanagreining er í formi prófs sem tekur um 15 – 25 mínútur. Niðurstaða prófsins er vönduð og ítarleg skýrsla sem gefur þér innsýn í hvernig þú hugsar og sérð heiminn. Hugsanagreiningin skiptist í fjóra meigin flokka og í niðustöðunni er hverjum flokk gefið vægi sem sýnir hvar grunnhæfni og styrkleikar þínir liggja. NBI-huggreiningin nýtist bæði í leik og starfi og svarar oft mögum spurningum fólks bæði um sjálft sig og aðra.

Hvernig við bregðumst við öðrum, tökum ákvarðanir, eigum samskipti, veljum okkur störf, hvernig við reynum að stjórna fólki, ölum upp börnin okkar, leysum vandamál og margar fleiri hliðar lífsins. Kostirnir sem fylgja niðurstöðum úr hugsanagreiningu eru meðal annars að mynda betri tengsl, vera virkari þátttakandi í teymisvinnu og taka skynsamlegar ákvarðanir. Að taka betri ákvarðanir um einkalíf, starfsferil eða námsleið getur með tímanum leitt til uppbyggilegra og meira gefandi lífs.

Neethling hugsanagreining („Neethling Brain Instrument“), NBI™,  er vottað og vel rannsakað mælitæki og veitir áreiðanlegar upplýsingar um hugsanir og skilgreiningu á heildarhugsun.

 

Þó að „hughneigðir“ okkar geti stundum verið gagnlegar við ákveðnar aðstæður geta þær einnig dregið úr getu okkar til að starfa vel og markvisst. Til að við getum orðið skilvirkari – bæði persónulega og í atvinnulífinu – þurfum við að skilja hughneigðir okkar betur.

Gerð hafa verið snið af yfir 2.000.000 einstaklingum á ýmsum aldri frá mörgum löndum með NBI™. Áframhaldandi rannsóknir við fjölda háskóla og stofnanir eru enn ómissandi hluti af heilavísindum. Nú eru til 20 mismunandi NBI™-greiningar til bæði persónulegra og viðskiptalegra nota.

Hvað er innifalið

  • NBI™ hugsanagreining

  • 30mín viðtal við markþjálfa

Verð 14.500kr       

                                                                          

Hvaða nám/atvinna hentar þér?

Tilgangur þessa námskeiðs er að einstaklingur finni hvatningu innra með sér til að skuldbinda sig við nám og fái þar með skýra framtíðarsýn á starfsmöguleikum tengdu því námi.

Við val á námi eru mikilvægir þættir sem gott er fyrir einstaklinga að skoða. Þættir eins og sjálfsvitund, viðhorf (sem stjórna hegðun), styrkleikar, gildi, skilningur á hæfni, áhugi og möguleikar.

Eftir námskeiðið hefur þú öðlast ýmis tæki og tól til að ná árangri, auk þekkingar á NBI™ hugsanagreiningu og með hvaða hætti sú greining getur hámarkað árangurinn sem viðkomandi sækist eftir.

Námskeiðið stuðlar að ánægðari námsmönnum og þar í framhaldi starfsmönnum með meiri starfsánægju og verður því samfélaginu í heild til hagsbóta.

Innifalið í námskeiði:

  • Fimm einkatímar í markþjálfun

  • NBI™ hugsanagreining

  • Styrkleikaverkefni

  • Gildin mín, verkefni

  • Gerð ferilskráar 

  • Yfirlit yfir námsframboð/atvinnu

Verð 55.000 kr.

                                                                           

News and Tips: News and Tips
bottom of page